Dansfélag Reykjavíkur
Reglur og samþykktir.
Reglur um fjáröflunarnefnd.
1.gr.
Fjáröflunarnefnd skal skipuð af stjórn félagsins til eins árs í senn. Starfstími nefndarinnar er sá sami og stjórnar.
2.gr.
Fjáröflunarnefnd skal skipuð fimm fulltrúum úr hópi félagsmanna og skal formaður valinn sérstaklega.
3.gr.
Markmið fjáröflunarnefndar er að skipuleggja og sjá um framkvæmd hópverkefna í fjáröflun til styrktar þeim keppnispörum, sem hyggja á keppnisferðir til útlanda á tímabilinu.
4.gr.
Fjáröflunarnefnd hverju sinni tekur ákvörðun um fjölda fjáröflunarverkefna á tímabilinu og gerir hvert verkefni upp að því loknu og skiptir hagnaði að jöfnu milli þátttakenda. Skal nefndin svo fljótt sem við verður komið skila rekstraruppgjöri vegna hvers verkefnis til gjaldkera félagsins, þó eigi síðar en 15 dögum eftir að verkefni lýkur. Í þeim tilvikum sem árangur fjáröflunar fer eftir einstaklingsframtaki getur fjáröflunarnefnd ákveðið fyrirfram að hagnaður skiptist milli þátttakenda eftir árangri hvers og eins.
5.gr.
Innistæðu í fjáröflunarsjóði má greiða út þegar útgjöld myndast vegna keppnisferðar.
6.gr.
Innistæða pars í fjáröflunarsjóði fæst greidd út hætti parið keppni. Hætti par af öðrum sökum við keppnisferð, fæst inneign þess í fjáröflunarsjóði færð yfir á næsta tímabil.
7.gr.
Fjáröflunarnefnd skal kynna keppnispörum með hæfilegum fyrirvara hvenær farið verður í fjáröflunarverkefni og setur tímamörk vegna þátttökutilkynninga. Nefndin getur hafnað þátttökutilkynningu, sem berst eftir lok auglýsts frests.
8.gr.
Óheimilt er að nota nafn félagsins til fjáröflunar, nema með vitund og samþykki fjáröflunarnefndar.
9.gr.
Ákvarðanir fjáröflunarnefndar eru gildar, þegar meiri hluti nefndarmanna tekur afstöðu og ræður atkvæði formanns úrslitum, falli atkvæði jafnt.
10.gr.
Fjáröflunarnefnd skal í upphafi starfstímabils skila til stjórnar félagsins framkvæmdaáætlun yfir tímabilið. Í lok tímabils skal nefndin skila skýrslu til stjórnar um störf nefndarinnar yfir starfstímabilið. Framanritaðar reglur eru samþykktar á aðalfundi Gulltopps (Dansfélags Reykjavíkur) 4. apríl 2001.