Dansnámskeið

Námskeið skólans skiptast í tvær annir, haustönn og vorönn.  Haustönn er tímabilið september – desember og vorönn tímabilið janúar – apríl.  Á hvorri önn er boðið upp á dansleiki fyrir nemendur skólans og í lok hvorrar annar er haldin nemendasýning. Frístundastyrkur frá eftirtöldum sveitarfélögum kemur sjálfvirkt fram á skráningarsíðum frá eftirtöldum sveitarfélögum  Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær, Akranes og Reykjavík.

NÁMSKEIÐ – VORÖNN

Börn 3-4 ára

3 – 4 ára börn læra dansa þar sem fléttað er saman dansi, söng og leik.  Kenndir eru dansar s.s. Fugladansinn, Hundadansinn ofl. þar sem þau fá mikla útrás fyrir þá hreyfiþörf sem þau hafa.  Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur í senn.

Laugardaga kl: 10:00 – 10:40
Kennari: Kara

Börn 5-6 ára

5 – 6 ára börn læra sígilda barnadansa s.s. Fingrapolka og Skósmiðadansinn svo eitthvað sé nefnt og fyrstu sporin í samkvæmisdönsum.  Auk þess er lögð áhersla á að þroska samskipti barnanna á milli.  Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur í senn.

Laugardaga kl: 10:50 – 11:30
Kennari: Kara

Börn 7-10 ára byrjendur

Á dansnámskeiðum fyrir 7-10 ára byrjendur eru kennd fyrstu sporin í nokkrum samkvæmisdönsum s.s Cha Cha Cha, Enskur vals, Samba og Jive.  Kennd eru fyrstu sporin af Skottís og léttir Freestyledansar.  Einnig læra þau fjöruga partýdansa.  Lögð er áhersla á eðlileg samskipti og snertingu á milli kynja.  Kennt er tvisvar sinnum í viku í 50 mínútur í senn.

Þriðjudaga kl: 17:10 – 18:00
Laugardaga kl: 11:40 – 12:30
Kennari: Kara

Börn og unglingar framhald

Á framhaldsnámskeiðum er haldið áfram að byggja upp á þeim grunni sem börnin hafa lært og bætt inn fleiri dönsum og sporum.  Kennt er einu sinni til fjórum sinnum í viku.

 

 

Samkvæmisdansar – Fullorðnir 

Fyrir fullorðna er boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum.  Á námskeiðinu fyrir byrjendur eru kenndir suður-amerískir dansar sem nýtast á dansleikjum s.s. Jive, Cha Cha Cha, Mambó og Salsa ásamt Tjútti og fleiri dönsum. Í framhaldshópum bætast við fleiri suður-amerískir dansar og Ballroomdansar s.s. Tango, Samba og Vínarvals.  Einnig er bætt við sporum í þeim dönsum sem fólk kann fyrir. Kennt er einu sinni í viku í 75 mínútur í senn.

Byrjendur
Þriðjudaga kl: 21:15-22:30
Framhald 1
Mánudaga kl: 20:00-21:15
Framhald 2
Þriðjudaga kl: 20:00-21:15
Framhald 3
Miðvikudaga kl: 20:00-21:15

Kennari: Kara

SÉRNÁMSKEIÐ

BRÚÐARVALSINN

Við bjóðum upp á einkatíma í brúðarvalsinum.

Þar er oftast kenndur enskur vals en oft koma brúðhjónin með sína eigin tónlist sem þau vilja nota í brúðkaupinu og þau eiga sínar sérstöku minningar um og við hjálpum við að læra að dansa við það lag.

STUÐ FYRIR HÓPINN

Ef verið er að skipuleggja óvissuferð eða einhvers konar skemmtun fyrir hópa þá er tilvalið að fá danskennara til þess að hrista hópinn samann. Hægt er að hafa einhvers konar þema t.d. Diskó, Línudans, Grease, Salsa eða eitthvað grín. Kenndir eru einfaldir dansar sem allir eiga að ráða við og læra á 40-45 mínútum. Hópar geta komið í dansskólann og einnig er hægt að mæla sér mót við danskennarann úti í bæ.

SÉRHÓPAR

Dansskólinn býður upp á styttri og lengri námskeið fyrir sér hópa s.s. vinnustaðahópa, saumaklúbba eða vinahópa.  Kenndir eru suður-amerískir dansar sem nýtast á dansleikjum s.s. Jive, Cha Cha Cha, Mambó og Salsa ásamt Tjútti og fleiri dönsum. 

Einnig geta námsskeiðin verið sérstaklega hönnuð með þarfir hópsins í huga..

Ertu með sérstakar óskir?

Endilega hafðu samband við okkur ef þú villt bóka tíma fyrir brúðarvalsinn, stuð fyrir hópinn eða sérnámskeið fyrir fyrirtækið eða vinahópinn.

Sendið okkur línu og við höfum samband eins fljótt og hægt er!

Ertu að leita eftir sýningaratriði?

Dansfélag Reykjavíkur er með fjölbreyttan hóp dansara á sínum snærum sem eru alltaf boðin og búin til að aka að sér sýningar fyrir samkvæmi, viðburði, félagasamtök eða bara hvað sem er.

Hafið samband við okkur og við finnum rétta atriðið!