Dansfélag Reykjavíkur

Til þess að geta keppt á dansmótum þarf að vera í íþróttafélagi. Dansfélag Reykjavíkur (DR) er íþróttafélag sem starfar innan Dansskóla Köru (DK) og var það stofnað 24. apríl 1994.  Helstu markmið félagsins eru að iðka samkvæmisdans sem íþrótt, efla áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar hennar og þannig að styðja við bakið á dönsurum í DK með ýmsum hætti. 

DR hefur staðið fyrir æfingabúðum ásamt DK, einni eða fleirum, á hverju ári og hafa stjórnarmenn DR, kennarar DK og foreldrar barnanna unnið saman að þessu. DR hefur styrkt þessar búðir myndarlega með niðurgreiðslu á kostnaði. 

Félagið hefur stutt við bakið á félagsmönnum sínum sem hafa farið erlendis að keppa með því að greiða fyrir kennara með þeim út. Einnig hefur félagið stutt við bakið á sínum afreksmönnum sem hafa farið út að keppa á Evrópu-og heimsmeistaramótum með góðum fjárstyrkjum. 

Fyrir þá sem tippa þá er félagsnúmer DR í getraunum 160.