Dansskólinn – Dansskóli Köru

Dansskóli Jóns Péturs og Köru var stofnaður 28. ágúst árið 1989 af þeim Jóni Pétri Úlfljótssyni og Köru Anrgrímsdóttur.  Á 30 ára afmæli skólans í ágúst 2019 var ákveðið að skipta skólaum upp og rekur Kara dansskólann í Reykjavík og breytti nanfi skólans í “Dansskóli Köru”.  Jón Pétur tók að sér þann hluta kennslunar sem fer fram á landsbyggðinni.

Kennt er í tveimur sölum og er því aðstaðan til dansiðkunar alveg frábær. Nemendur skólans eru á öllum aldri og felst starfsemin aðallega í því að kenna fólki almennan dans s.s samkvæmisdansa, barnadansa, Salsa,  og Break/Street.

Fyrir utan almenna danskennslu stendur skólinn fyrir jóla- og vordansleikjum með nemendasýningu þar sem öllum nemendum skólans er gefinn kostur á að koma fram.

Þjálfun keppnisdansara á stóran sess í starfsemi skólans. Hafa margir dansarar sem hafa hlotið þjálfun í dansskólanum náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis.