DANSNÁMSKEIÐ

Barnadansar

Börn læra sígilda barnadansa s.s. Fingrapolka og Skósmiðadansinn svo eitthvað sé nefnt og fyrstu sporin í samkvæmisdönsum.  Auk þess er lögð áhersla á að þroska samskipti barnanna á milli.  Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur í senn.

Eldri börn og unglingar

Hjá eldri börnum og unglingum eru kenndir almennir samkvæmisdansar og nokkrir af gömlu dönsunum.  Mest áhersla er lögð á suður-amerísku dansana Cha Cha Cha, Jive og Samba.

 

Fullorðnir

Fyrir fullorðna er boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum; suður-amerískir dansar og Ballroomdansar s.s. Tango, Samba og Vínarvals.  Einnig er bætt við sporum í þeim dönsum sem fólk kann fyrir. Kennt er einu sinni í viku í 75 mínútur í senn.

UPPLÝSINGAR

Um dansskólann

Dansskóli  Köru var stofnaður haustið 2019 af Köru Anrgrímsdóttur.  Áður hafði hún rekið Dansskóla Jóns Péturs og Köru í félagi við Jón Pétur Úlfljótsson í 30 ár.

Stundarskrá

Hér getur þú séð stundarskránna hjá okkur, það er pláss fyrir fleiri hópa í dagskránni. Ef hópurinn þinn hefur hug á að koma í tíma til okkar, þá endilega hafið samband við okkur.

Verðskrá

Við kappkostum við að bjóða sanngjörn og samkeppnishæf verð, með afsláttarkjörum fyrir fjölskyldur og systkini. Eins bjóðum við afslátt til ýmissa sérklúbba og hópa, allt eftir nánara samkomulagi.

KENNARAR

Kara Arngrímsdóttir

Kara Arngrímsdóttir

Danskennari og eigandi

Lauk danskennaranámi 26. maí 1989 frá FÍD. Membership próf í Standarddönsum og S.-amerískum dönsum hjá IDTA (International Dance Teachers´ Assotiation í maí 1999. 

Elísabet Sif Haraldssdóttir

Elísabet Sif Haraldssdóttir

Danskennari og deildarstjóri latin

Hóf dansnám við Dansskóla Jóns Péturs og Köru 1991. Lauk farsælum keppnisferli árið 2005 og lauk þá danskennaraprófi. Hefur kennt við skólann síðan 2015.