Ferðanefnd

Dansfélag Reykjavíkur

Reglur og samþykktir.

Reglur um keppnisferðanefnd.

1.gr.
Keppnisferðanefnd skal skipuð af stjórn félagsins til eins árs í senn. Starfstími nefndarinnar er sá sami og stjórnar.

2.gr.
Keppnisferðanefnd skal skipuð fimm fulltrúum úr hópi félagsmanna og skal formaður valinn sérstaklega.

3.gr.
Markmið keppnisferðanefndar er að skipuleggja og sjá um undirbúning og framkvæmd keppnisferða til útlanda á vegum Dansfélags Reykjavíkur fyrir keppendur félagsins á tímabilinu. Jafnframt skal nefndin aðstoða keppendur félagsins, sem hyggja á keppnisferð á Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistaramót við undirbúning ferðar.

4.gr.
Stjórn Dansfélags Reykjavíkur tekur ákvörðun um það hvort þjálfari fer með í keppnisferð, þegar fyrir liggja upplýsingar um fjölda þátttakenda og skal við það miðað, að kostnaður hvers þátttakanda fari ekki yfir kr. 5.000.- í hvert sinn. Fjárhæðin skal tekin til endurskoðunar á aðalfundi ár hvert. Stjórnin ákveður jafnframt hverju sinni hvort félagið leggi fram styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna þjálfara. Verði ekki talin forsenda fyrir þátttöku þjálfara, skal skipaður fararstjóri úr hópi forráðamanna.

5.gr.
Halda skal fund með keppendum og forráðamönnum með hæfilegum fyrirvara áður en keppnisferð hefst. Á fundinum skal gerð grein fyrir fyrirkomulagi keppnisferðar, þekktum kostnaði á keppnisstað svo og ferða og gistikostnaði ef flug og gisting er skipulögð fyrir allan hópinn.

6.gr.
Áður en ferð er farin skulu keppendum og forráðamönnum kynntar þær keppendareglur, sem þjálfari eða fararstjóri setur hverju sinni. Að öðru leyti gilda reglur ÍBR og ÍSÍ um keppnisferðir. Jafnframt skal nefndin kynna þátttakendum aðrar reglur svo sem klæðareglur o.þ.h.

7.gr.
Áfengisneysla keppenda er bönnuð á keppnum og í keppnisferðum.

8.gr.
Ákvarðanir keppnisferðanefndar eru gildar, þegar meiri hluti nefndarmanna tekur afstöðu og ræður atkvæði formanns úrslitum, falli atkvæði jafnt.

10.gr.
Keppnisferðanefnd skal í upphafi starfstímabils skila til stjórnar félagsins framkvæmdaáætlun yfir tímabilið. Í lok tímabils skal nefndin skila skýrslu til stjórnar um störf nefndarinnar yfir starfstímabilið.

Framanritaðar reglur eru samþykktar á aðalfundi Dansfélags Reykjavíkur 4. apríl 2001.

Kara Arngrímsdóttir