Starfsfólk

This image has an empty alt attribute; its file name is Kara-portrait-842x1024.jpgKara Arngrímsdóttir
danskennari og eigandi

Kara hóf dansnám 4 ára hjá Dansskóla Hemanns Ragnars. Var svo einn vetur hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Hún stundaði Jassballett í dansstúdíói Sóleyjar árin 1979-1985.
Hún fór til Danmerkur haustið 1983 í eitt ár og stundaði nám í Dansinstetut Thage. Þar lærði hún samkvæmisdansa , ballett, jassballett og stepp.
Kara hóf nám hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar haustið 1980 og var aðstoðarkennari hjá honum þar til að hún hóf danskennaranám hjá honum sem hún lauk 26. maí 1989 frá FÍD.
Síðan hóf hún að stunda keppnisdans árið 1985 og keppti ásamt Jóni Pétri Úlfljótssyni á öllum Íslandsmeistaramótum í flokki atvinnumanna þar til að þau luku keppni í maí 1997. Þau urðu 26 sinnum Íslandsmeistarar á ferlinum.
Þau voru svo fulltrúar Íslands á Evrópu og heimsmeistaramóum frá árinu 1988. Hún stofnaði svo Dansskóla Jóns Péturs og Köru haustið 1989 og hefur þjálfað marga af bestu keppnisdönsurum frá upphafi.
Kara tók Membership próf í Standarddönsum og S.-amerískum dönsum hjá IDTA (International Dance Teachers´ Assotiation í maí 1999. Fékk þá alþjóðleg dómararéttindi.
Hún er meðlimur í Danskennarasambandi Íslands og er forseti félagsins.

 

                             

 

Elísabet Sif Haraldssdóttir 

danskennari og deildarstjóri latin     

Elísabet Sif hóf dansnám við Dansskóla Jóns Péturs og Köru 1991 og hóf þá strax sinn glæsta keppnisferil í samkvæmisdansi.  Hún varð margfaldur Íslandsmeistari í dansi.  Árið 1996 komst hún í undanúrslit með dansherranum sínum Sigursteini Stefánssyni í flokki unglinga í ballroomdönsum í Blackpool sem er ein stærsta keppni heims í samkvæmisdönsum og sigraði í suður- amerískum dönsum.  Árið 1997 fór Elísabet Sif út í heim að dansa og varð m.a. breskur , svissneskur og slóvenskur meistari á ferlinum með dansfélögum sínum.   Keppnisferli sínum lauk hún árið 2005.  Eftir það tók hún danskennarapróf í suður-amerískum dönsum.  Eftir danskennarapróf flutti hún til Kanada og kenndi dans þar.  Kom þá reglulega til landsins og kenndi í skólanum sem gestakennari.  Hún flutti síðan heim til Íslands sumarið 2015 og hefur síðan þá kennt við skólann.


Stefanía Fanney Ármannsdóttir 

aðstoðarkennari

Stefanía Fanney hefur æft dans frá barnsaldri og keppt í mörg ár. Hún æfir með Reyni Stefánssyni og keppa þau í flokki fullorðinna í suður-amerískum dönsum. Þau eru í Landsliðshópi DSÍ í samkvæmisdönsum.

Ellina Baykova 

Zumba

Ellina Baykova er frá Rússlandi.  Hún stundaði dansnám í Moskvu og stafaði þar sem sólódansari, danshöfundur og kennari frá árinu 2002.  Hún hefur reynslu í ýmsum danstegundum s.s. Hiphop, magandansi, jazz, funk og freestyle.  Hefur undanfarin ár sótt ýmsar dansráðstefnur og námskeið í Rússlandi

Tenzie Khechok 

Break/Street

Tenzie hefur æft Breakdance í rúmlega 15 ár.  Hann hefur einnig æft Hip hop, Freestyle, Popping lokcing og Waving.  Tenzie hefur komið fram víða s.s. í Músiktilraunum, Unglist, með Óskari Axeli og Páli Óskari. Hann var meðlimur í danshópnum „Aria of Stilez“ sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum „Dans Dans Dans“.