SAGAN
Dansskóli Köru – þekking sem spannar yfir 30 ára feril
Kara hóf dansnám 4 ára hjá Dansskóla Hemanns Ragnars. Var svo einn vetur hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Hún stundaði Jassballett í dansstúdíói Sóleyjar árin 1979-1985.
Hún fór til Danmerkur haustið 1983 í eitt ár og stundaði nám í Dansinstetut Thage. Þar lærði hún samkvæmisdansa , ballett, jassballett og stepp.
Kara hóf nám hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar haustið 1980 og var aðstoðarkennari hjá honum þar til að hún hóf danskennaranám hjá honum sem hún lauk 26. maí 1989 frá FÍD.
Síðan hóf hún að stunda keppnisdans árið 1985 og keppti ásamt Jóni Pétri Úlfljótssyni á öllum Íslandsmeistaramótum í flokki atvinnumanna þar til að þau luku keppni í maí 1997. Þau urðu 26 sinnum Íslandsmeistarar á ferlinum.
Þau voru svo fulltrúar Íslands á Evrópu og heimsmeistaramóum frá árinu 1988. Hún stofnaði svo Dansskóla Jóns Péturs og Köru haustið 1989 og hefur þjálfað marga af bestu keppnisdönsurum frá upphafi.
Kara tók Membership próf í Standarddönsum og S.-amerískum dönsum hjá IDTA (International Dance Teachers´ Assotiation í maí 1999. Fékk þá alþjóðleg dómararéttindi. Hún er meðlimur í Danskennarasambandi Íslands og var forseti félagsins til margra ára.
Dansskóli Köru var stofnaður haustið 2019 af Köru Anrgrímsdóttur. Áður hafði hún rekið Dansskóla Jóns Péturs og Köru í félagi við Jón Pétur Úlfljótsson í 30 ár.
Kennt er í tveimur sölum og er því aðstaðan til dansiðkunar alveg frábær. Nemendur skólans eru á öllum aldri og felst starfsemin aðallega í því að kenna fólki almennan dans s.s samkvæmisdansa, barnadansa og Salsa.
			Fyrir utan almenna danskennslu stendur skólinn fyrir jóla- og vordansleikjum með nemendasýningu þar sem öllum nemendum skólans er gefinn kostur á að koma fram.
Þjálfun keppnisdansara á stóran sess í starfsemi skólans. Hafa margir dansarar sem hafa hlotið þjálfun í dansskólanum náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis.
VERÐSKRÁ
VERÐSKRÁ & STUNDARSKRÁ HAUSTÖNN 2025
Börn 12 ára og yngri
Frítt í dans fyrir12 ára og yngri byrjendur á haustönn.
Kennsludagar & tími
3-5 ára Laugardagar kl. 10:00 – 10:40
6 – 8 ára Laugardagar kl. 10.50 – 11:40
9-12 ára Laugardagar kl. 11:50 – 12:40
Fullorðnir
Verð kr. 38.900 á mann önnin.
Kennsludagar & tími
Fullorðnir pör – Byrjendur Manudagar kl. 20:15 – 21:30
Fullorðnir pör – Framhald 1 Mánudagar kl. 19:00 – 20:15
Fullorðnir pör – Framhald 2 Þriðjudagar kl. 20:00 – 21:15
Fullorðnir pör – Framhald 3 Miðvikudagar kl. 20:00 – 21:15
Fullorðnir solo – Latin                         
kr. 25.000.
Fullorðnir Diskó                                          Fimmtudagar     kl. 19:30 – 20:20
8 skipti kr. 20.000 stakur tími kr. 3.000.