Stuð fyrir hópinn

Ef verið er að skipuleggja óvissuferð eða einhvers konar skemmtun fyrir hópa þá er tilvalið að fá danskennara til þess að hrista hópinn samann. Hægt er að hafa einhvers konar þema t.d. Diskó, Línudans, Grease, Salsa eða eitthvað grín. Kenndir eru einfaldir dansar sem allir eiga að ráða við og læra á 40-45 mínútum. Hópar geta komið í dansskólann og einnig er hægt að mæla sér mót við danskennarann úti í bæ.