Dansfélag Reykjavíkur   Prenta  Senda 

Til þess að geta keppt á dansmótum þarf að vera í íþróttafélagi. Dansfélag Reykjavíkur (DR) er íþróttafélag sem starfar innan Dansskóla Jóns Péturs og Köru (DJK) og var það stofnað 24. apríl 1994. Það er áhugamannafélag og allir stjórnarmenn þar á meðal formaður eru sjálfboðaliðar og þiggja engin laun fyrir sína vinnu. Helstu markmið félagsins eru að iðka samkvæmisdans sem íþrótt, efla áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar hennar og þannig að styðja við bakið á dönsurum í DJK með ýmsum hætti. 

DR sækir um styrki fyrir félagsmenn sína m.a. til ÍBR ofl. Stjórnarmenn DR sækja ýmsa fundi m.a. hjá Dansíþróttasambandi Íslands (DSÍ) s.s. formannafundi, aðalfundi ofl. 

DR stendur fyrir fjáröflunum sem krakkarnir geta tekið þátt í og safnað fyrir t.d. keppnisferðum til útlanda og öðrum kostnaði tengdum dansinum. Fjáröflunarnefnd er skipuð bæði foreldrum krakkana sem og stjórnarmönnum.

DR hefur staðið fyrir æfingabúðum ásamt DJK, einni eða fleirum, á hverju ári og hafa stjórnarmenn DR, kennarar DJK og foreldrar barnanna unnið saman að þessu. DR hefur styrkt þessar búðir myndarlega með niðurgreiðslu á kostnaði. 

DR flytur inn gestakennara í nokkur skipti á hverju ári og greiðir niður alla einkatíma hjá þeim. Félagið hefur stutt við bakið á félagsmönnum sínum sem hafa farið erlendis að keppa með því að greiða fyrir kennara með þeim út. Einnig hefur félagið stutt við bakið á sínum afreksmönnum sem hafa farið út að keppa á Evrópu-og heimsmeistaramótum með góðum fjárstyrkjum. Er hér stiklað á stóru hvað starfsemi DR varðar en ýmis önnur mál koma á borð stjórnarmanna. Nánari upplýsingar er að fá á www.dansskoli.is undir “Dansfélagið”.

Við hvetjum eindregið dansiðkendur, foreldra og aðra dansunnendur að gera félagið öflugra með því að ganga í Dansfélag Reykjavíkur. Árgjaldið fyrir árið 2016 er kr. 1.500. Gjaldið leggist inn á reikning Dansfélags Reykjavíkur 0334-26-959 kt. 540695-3509. Sendið greiðslustaðfestingu í gegnum heimabanka til dr@dansskoli.is og setjið nafn viðkomandi sem skýringu greiðslu.

Fyrir þá sem tippa þá er félagsnúmer DR í getraunum 160.


Námskeið Stundaskrá Gjaldskrá Greiðslur
Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Síðumúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 553-6645 | dans@dansskoli.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun